Þóra Finnsdóttir á HönnunarMars


Alvar Aalto

Þóra Finnsdóttir vinnur með form og áferðir hrauns, basaltsteina og sandsteins.

Forvitin um  íslenska náttúru hefur Þóra löngun til að miðla einstökum eiginleikum hennar til annars fólks. Með vinnu sinni rannsakar hún tilfinningu fyrir djúpri tengingu við náttúru Íslands.

Vinnuferlið er að hluta til steinþrykk á staðnum, skúlptúrar innblásnir af landslagi og lífrænum formum íslenskrar náttúru. Með sköpun sinni vinnur hún úr hughrifunum og leitar að sögu innan efnisins.

Útkoman er samtal milli forma í náttúrunni og mótaðrar hönnunar sem íslensk náttúra hefur frumkvæði að.