Kvikmynda-fókus Norræna hússins á Þjóðhátíðardegi Sama
16:00-18:00
Í ár hefur Norræna Húsið í samstarfi við International Sámi Film Institute valið kvikmyndir eftir leikstjóra frá frumbyggjaþjóðum í Sámpi og í Canada.
Kvikmyndirnar verða allar sýndar í sal Norræna hússins á þjóðhátíðardegi Sama 6 febrúar.
16:00- On Solid Ground: Stuttmyndir frá Sápmi og Kanada.
Stuttmyndasyrpa er valin saman af Anne-Lajla Utsi, Sunnu Nousuniemi frá International Sámi Film Institute og Jason Ryle frá imagineNATIVE.
Landsvæði er einn mikilvægasti þáttur í lífi frumbyggjaþjóða um allan heim. Þessar stuttmyndir eru allar gerðar af frumbyggjum frá Sámpi og Kanada og kanna þær flókar og lagskiptar hliðar á heimkynnum þjóðanna. Land tengir fortíðina, samtíðina og framtíðina saman og er grundvöllur í sjálfsmynd og styrk þjóðanna.
Stuttmyndaprógram
Gumpe
Leikstýrt af Ken Are Bongo (Sámi), Finland | 2018 | 5min | Drama
Sámiin leat rievttit / The Sámi have rights
Leikstýrt afElle Márjá Eira (Sámi) og Mai-Lis Eira (Sámi), Norge| 2019| 11min
Heimildarmynd
Eatnanvuloš lottit – Maan sisällä linnut
Leikstýrt af Marja Helander (Sámi), Finland | 2019| 11min | Tilraunakennd
Morit Elena Morit
Leikstýrt af Anders Sunna (Sámi) og Inga Wiktoria Påve (Sámi), Finland | 2017 | 5 min
Teiknimynd
Bihttoš
Leikstýrt af Elle-Máijá Tailfeathers (Sámi/Blackfoot), Kanada | 2016| 14min | Drama
Lelum’
Leikstýrt af Asia Youngman (Cree, Iroquois, Carrier, Métis), Kanada | 2017 | 9min
Heimildarmynd
Onyota’a:ka khale Tsi’tkalù:to (Oneida and Toronto)
Leikstýrt af Judith Kanatahawi Schuyler (Onyota’a:ka), Kanada | 2018 | 5 min
Tilraunakennd
Three Thousand
Leikstýrt af Asinnajaq (Inuk), Kanada | 2017 | 14 min | Heimildarmynd
18:00 -Eatnameamet- Our Silent Struggle
Leikstýrt af Suvi West, Finland, 2021 |74 min | Heimildarmynd
Pólitísk heimildarmynd sem afhjúpar aðlögunar og nýlendustefnu finnskra stjórnvalda á Samískum þengum þeirra.
Myndin fylgist með Sömum berjast fyrir frelsi sínu og ófyrirséðri framtíð þeirra í pólitískum áætlunum og aðgerðum í finnska stjórnkerfinu. Samar eru eina frumbyggjaþjóð Evrópusambandsins og hafa í óratíð orðið fyrir barðinu á pólitíksu óréttlæti. Finnsk stjórnvöld hafa ítrekað brotið gegn alþjóðlegum og finnskum lögum sem og mannréttindum í meðferð sinni á Samísku þjóðinni.
Í myndinni fær áhorfandinn einstaka innsýn á stöðu Sama í Finnalndi og hvernig lifnaðarháttum þeirra er storkað með skertum rétti til lands og náttúrulegra auðlinda. Heimildarmyndin sýnir pólitískt ástand og umræður sem eiga sér stað úr augsýn almennings og skeytir saman einlægum viðtölum, fundnu efni og myndefni frá landsvæðum Sama.
Film fókusinn var uninn í samstarfi við International Sámi Film Institute.
Grímuskylda er á viðburðinum