Ótrúleg fyrirbæri – Námskeiđ ì skapandi skrifum međ Alexander Dan
14.00-17.00
Ókeypis tveggja daga námskeið fyrir ungmenni sem hafa áhuga á því ótrúlega og óútskýranlega í fortíð, nútíð og framtíð. Sérfræðingur í furðusögum, rithöfundurinn Alexander Dan, leiðir námskeiðið.
Á námskeiðinu verða skoðaðar spurningar á borð við: Hvað er furðusaga? Hver er munurinn á fantasíu og vísindaskáldsögu? Hvernig sköpum við veröld sem er ekki til?
Gerðar verða mismunandi vinnuæfingar og kenndar ólíkar aðferðir sem hægt er að nota til að nálgast skrif með áherslu á hugmyndaþróun og sköpun furðusagnaheima. Alexander veitir endurgjöf í gegnum opið samtal og gefur innsýn í aðferðir sem gera góða furðusögu.
Skráning fæst með því að senda nafn og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is
Alexander Dan er fæddur 1988 og býr í Reykjavík. Fyrsta skáldsaga hans Hrímland kom út 2014 en með henni skipaði hann sér sess sem einn helsti furðusagnahöfundur landsins af yngri kynslóðinni. Umskrifuð og viðaukin útgáfa sögunnar kom út á ensku árið 2019 undir heitinu Shadows of the Short Days hjá einu virtasta fantasíuforlagi heims, Gollancz í Bretlandi, og í kjölfarið hjá Titan Books í Bandaríkjunum. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Sagan gerist í öðruvísi útgáfu af íslandi þar sem fléttast saman Íslandssaga, þjóðsögur og nýliðnir atburðir til að skapa einstakan heim. Alexander hefur alla tíð verið heillaður af furðusögum og gaf um tíma út tímaritið Furðusögur sem var fyrsta íslenska tímaritið helgað vísindaskáldskap, hryllings- og fantasíubókmenntum.
Ljòsmynd: Sigurjón Ragnar
Bòkakápa: Skammdegisskugga