Bob Helle Helle

Bob

Skáldsaga (dönsk)

Helle HelleBob, 2021

Velkomin til baka í frásagnarheim Helle Helle þar sem höfundur kemst beint að efninu með knöppum og einföldum ritstíl þar sem lesandanum er ætlað að ímynda sér það sem á vantar.  Sögupersónan úr síðustu bók Helle De (2018) er hér sögumaður og leiðir okkur hér, af umhyggjusemi og ástúð, inn í daglegt líf kærastans síns Bob séð með hans augum.  Bob og sögumaður, sem er sjaldan nefnd, flytja 1985 inn í litla íbúð í Vanløse.  Fjárhagurinn er ekki góður og Bob tekst að fá vinnu sem móttökuritari á hóteli Nyhavn.  Bob er mikill áhugamaður um götuheiti og þvælist um borgina og daglegu lífi hans er lýst sem algerlega óskipulögðu þar sem hann hefur í raun ekki hugmynd um hvers hann ætlast til af lífinu.  Á ferðum sínum um borgina hittir hann marga og á í tilviljanakenndum og misáhugaverðum samræðum sem gera bókina afar áhugaverða þar sem hún sýnir líf ungs manns sem verður sífellt óöruggari.   “… [hugmynd] kom honum fram úr rúminu og að ísskápnum.  Hann þurfti ekki á neinu að halda.  Stóð bara þarna og góndi” og “Hann hafði þjálfað með sér aðferð við að nota heilan dag til að þrífa, einn fermeter í einu“.

Við mælum með að lesa Bob og njóta skemmtilegs ritstíls þar sem lesandinn hrífst með einföldum lífsmáta á níunda áratug síðustu aldar.