Í Norræna húsinu starfar kraftmikið teymi sem nú leitar að fjármálastjóra.
Við leggjum mikla áherslu á að finna einstakling sem er traustur, skapandi og lausnamiðaður. Viðkomandi verður bæði að geta unnið sjálfstætt og verið áreiðanlegur liðsmaður.
- Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana og uppgjöra
- Eftirfylgni með reikningagerð, launaútreikningum og tekjustreymi
- Umsjón með útborgun launa og greiðslu reikninga
- Samskipti við yfirvöld og Ríkisendurskoðun
- Starfsmannahald
- Samningagerð
- Staðgengill forstjóra
- Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Marktæk reynsla af fjármálastjórnun og starfsmannahaldi
- Mjög góð kunnátta í íslensku ásamt góðri kunnáttu í einu skandinavísku máli og ensku
- Þekking á norrænu samstarfi og menningarstjórnun er kostur
Umsjón með ráðningu hefur Sabina Westerholm, forstjóri. Veitir hún nánari upplýsingar um starfið í gegnum netfangið sabina@nordichouse.is eða í síma +354 856 0900.
Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku.
Ráðið er í starf fjármálstjóra til allt að fjögurra ára í senn með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Umsóknarfrestur er til 17.10.2021. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar www.norden.org hér: https://www.norden.org/da/node/54280
Umsóknir sem berast með öðrum leiðum eru ekki teknar til greina.