At Home in The World- Norræn kvikmyndahátíð.


18:00

At Home in The World

Andreas Koefod Dk/ 2015/ 58 mín/ Heimildarmynd/ 7 ára.

At home in the World er einlæg heimildarmynd um daglegt líf fimm flóttabarna í flóttamannaskóla danska Rauða Krossins.

Börnin koma frá ólíkum löndum og eru með ólíkan bakgrunn en þau hafa öll þurft að flýja heimili sín og komið til Danmerkur með þá von að geta hafið nýtt líf.

Heimildarmyndir Koefoed hafa verið valdar á alþjóðlegu heimildarmyndahátíðina í Amsterdam (IDFA) síðustu átta ár og þar af fjórum sinnum verið tilnefndar til verðlauna.

Tal: danska, arabíska  Texti: enska

Sýnishorn: https://vimeo.com/156696838

Allar myndirnar eru textaðar á ensku.  Aðgangur er ókeypis.

Eftir sýningu myndarinnar fara fram pallborðsumræður undir stjórn Ingólfs Bjarna Sigfússonar, fréttamanns hjá RÚV. Þátttakendur í pallborði verða Anh Dao Katrín Tran, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ, Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar fyrir erlenda nemendur við Lækjarskóla, og Guðríður Lára Þrastardóttir frá Rauða krossi Íslands.

Tryggðu þér frían miða á www.tix.is  eða við innganginn.

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012.  Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval  vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.

 

dfi_20151005-133344-4x900