Baltnesk barnamenningarhátíð: Dularfull skógarferð


13:00-15:00
Aðgangur ókeypis

Ókeypis smiðja fyrir 5-10 ára.

Gestum er boðið í þykjustuskógarferð þar sem hægt er að læra um villidýr í eistneskum skógum. Kennarar smiðjunnar, Lemme Linda og Johanna ólust upp í Eistlandi og fóru oft í skógarferð með foreldrum sínum þegar þær voru litlar, þar sem þær sáu margt skemmtilegt og lentu í ýmsum ævintýrum. Þær langar að bjóða ykkur í smá þykjustuskógarferð og segja ykkur frá villidýrum í eistneskum skógum, sýna myndir, læra nokkur hreyfilög, fara í spurningaleik og gera skógarföndur. Eistland er lítið land og þar eru fáar stórar borgir og er landið  þekkt fyrir fallega, hreina og villta náttúru. Helmingurinn af Eistlandi er þakinn stórum dularfullum skógum og þar lifa villidýr eins og úlfar, skógarbirnir, elgir, hérar, villisvín, broddgeltir og fleiri dýr sem fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir er tónlistar- og tungumálakennari og hefur nýlega lokið MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands.  Johanna Raudsepp er með MSc-gráðu í Umhvefis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Smiðjan er sú síðasta í tengslum við baltneska barnamenningarhátíð í Norræna húsinu en henni lýkur 14. júní.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is