Baltnesk barnamenningarhátíð: Skröltstafur – vinnustofa í hljóðfæragerð
13:00-15:00
Gestir smiðjunnar læra hvernig hægt er að búa til hljóðfæri innblásið af Trejdeksnis, eða skröltstaf, sem er lettneskt slagverkshljóðfæri. Skröltstafur var notaður sem hljóðfæri til að gefa til kynna brúðkaup en var einnig notað til að leika danstónlist. Í vinnustofunni verður slagverkshljóðfæri búið til úr mismunandi endurunnum efnum og skreytt með lettnesku mynstri. Gestir smiðjunnar fá einnig tækifæri til að sjá og prufa upprunalega hljóðfærið.
Laima Ūdre er lettneskur hönnuður með MA gráðu í fatahönnun. Hún er einnig með bakgrunn í myndlist og hefur starfað í skapandi geiranum bæði sem hönnuður og stílisti fyrir kvikmyndir og tímarit.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda nafn, símanúmer og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is