Baltnesk barnamenningarhátíð: Drottning grassnákanna – Vinnustofa byggð á litháenskri þjóðsögu
13:00
Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu: Drottning grassnáksins – Vinnustofa byggð á litháenskri þjóðsögu
29.maí kl.13-15
Kennarinn og fræðimaðurinn Audroné Gedziuté kynnir þekktu litháísku þjóðsöguna “Eglė, drottning grassnákanna” á gagnvirkan hátt með aðstoð íslenskumælandi kennara. Vinnustofan er ætluð allri fjölskyldunni en höfðar sérstaklega til barna á aldrinum 5-10 ára. Þátttakendur kynnast kjarna í litháískri menningu í gegnum sögu, leik og sköpun.
Ein þekktasta litháíska þjóðsagan, fjallar um grassnákinn sem er heimilisandi í litháískri þjóðtrú – heilagt dýr sem passar heimilið, og táknar frjósemi. Fólk geymdi grassnák á heimilinu í þeirri trú að hann færði þeim gæfu, góða uppskeru og auð.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda nafn, símanúmer og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is
Ókeypis viðburður
Mynd: Asta Vibrytė, kennarar Emilija Pumputienė, Klaipėda Eduardas- Balsys Art Gymnesium; útgáfa “Eglė, the Queen of Grass Snakes”, S. Jokužys Publishing House, 2006