Leshringur Norræna hússins


19:00-21:00

Ert þú forvitin/n um og hefur áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki alveg hvar þú ættir að byrja að lesa?

Í haust mun leshringur Norræna hússins halda áfram í fallegasta bókasafni borgarinnar. Leshringurinn mun hittast fjórum sinnum og mun Sunna Dís Másdóttir, bókmenntagagnrýnandi og fulltrúi Íslands í nefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, stýra hópnum eins og áður.

Í vor munum við meðal annars “Hvem dödade bambi” eftur Moniku Fagerholm, “Blomsterdalen” eftir Niviaq Korneliussen og ljóðabóka Yayha Hassans Yayha Hassan 2.

Við lesum á skandinavísku og ræðum bókmenntirnar á “blandinavísku.” Við hittumst í Bókasafninu og Norræna húsið býður upp á te og kaffi.

Bækurnar sem lesnar verða eru aðgengilegar í Bókasafni Norræna hússins þar sem hægt er að panta þær og fá afhentar með framvísun bókasafnskorts. Áttu kannski ekki bókasafnskort? Engar áhyggjur því kortið er innifalið með þátttöku í leshringnum.

Þáttaka í leshringnum er endurgjaldslaus en ekki komast allir að sem vilja og því er skráning nauðsynleg. Því miður eru öll pláss haustsins bókuð en ef þú hefur áhuga á að vera með í leshring þá endilega sendu póst á bibliotek@nordichouse.is.