Riff – Gestaboð Babette + máltíð


17:30-20:00

Bíómyndin

Danskar systur taka á móti franska flóttamanninum Babette, sem samþykkir að vinna sem þjónustustúlka fyrir þær. Eftir að hún vinnur í lottóinu ákveður Babette að endurgjalda systrunum góðmennskuna með því að elda fyrir þær og vini hennar franska veislumáltíð á hundrað ára fæðingarafmæli föður þeirra. Gestaboðið reynist hin mesta upplifun fyrir alla viðstadda.

Máltíð

Sono matseljur ætla að máta sig í spor hinnar frönsku Babette með þeirra eigin ívafi úr gjöfum haustsins með smáréttum grænkerans. Hildigunnur og Silla eru listrænt teymi úr tónlistarheiminum sem eru helteknar af mat. Þær sérhæfa sig í listrænni grænmetis- og veganmatseld í nýlegri matarþjónustu sinni sem þjónar hverskyns matarlöngunum viðskiptavina sinna. Silla er grasagudda og matselja. Matur hennar einkennist af blöndun jurta saman við heilsusamlegan mat sem nærir líkama og sál. Hildigunnur er þekkt sem Hildigunnur matráður og töfrar fram listrænar grænkera kræsingarnar.

Denmörk / 103 mín / Kvikmynd / Drama
Leikstjóri: Gabriel Axel
Handrit: Gabriel Axel, Karen Blixen