Höfundakvöld með Nina Hemmingsson og Þórdísi Gísladóttur
Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Umræðan fer fram á sænsku. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin!
Tveir norrænir rithöfundar ræða um höfundaverk sín. Þórdís Gísladóttir hefur boðið sænska höfundinum Nina Hemmingsson í Norræna húsið til samræðna meðal annars um áhugamál, þemu, ritstíl, uppgötvanir og innblástur í verkum þeirra.
Nina Hemmingsson (1971) er einn þekktasti teiknimyndahöfundur Svía. Hún er einnig ljóðskáld og útgefandi og menntuð frá Listaháskólanum í Þrándheimi. Hemmingsson gerir aðallega stuttar teiknimyndasögur með gagnrýni á stjórnmál og samfélagið. Dæmi um verk hennar er Bäst i början. Verk hennar hafa verið birt í tímaritunum Galago og Bang, í stúdentablaði Uppsala Ergo og dagblaðinu Aftonbladet. Hún hefur einnig gefið út bækurnar Hjälp! (2004), Jag är din flickvän nu (2006) og Demoner – ett bestiarium (2007). Fyrir brúðkaup Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daniel Westling árið 2010 gerði hún teiknimyndasöguna Prinsessan & Gemålen fyrir Aftonbladet.
Þórdís Gísladóttir (1965) er íslenskur barnabóka- og skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og þýðandi þekktra sænskra rithöfunda. Hún er menntuð í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands og Háskólann í Uppsölum. Þórdís hefur gefið út ljóðasöfnin Leyndarmál annarra (2010), Velúr (2014) og Óvissustig (2016) og vinsælu barnabækurnar um Randalín og Munda (2012, 2013, 2015) og Dodda (2016, 2017). Þórdís hefur starfað sem bókmenntagagnrýnandi, kennt og haldið fyrirlestra í skólum bæði á Íslandi og erlendis, skrifað greinar í íslenskum og erlendum tímaritum, unnið við útsendingar hjá RÚV og starfað sem vefritstjóri Norðurlandaráðs og tímaritsins Börn og menning.