Kardemommubærinn 65 ára
10-17
Í tilefni þess að það eru 65 ár síðan bókin um Soffíu frænku og ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan kom út, sýnir Barnabókasafn Norræna hússins í samstarfi við Norska sendiráðið á Íslandi, teikningar höfundarins Thorbjørn Egner úr Kardemommubænum.
Íslendingar og Norðmenn eiga margt sameiginlegt: allt frá fornri menningu til sögu dagsins í dag, samband við sjóinn, breytilegt veðurfar, aðild að NATO, EES og norrænt samstarfi.
Við eigum líka annað sameiginlegt: rithöfundinn og listamanninn Thorbjørn Egner. Í báðum löndum lærðum við sem börn að stolnar piparkökur bragðast ekki eins vel og keyptar piparkökur. Við vitum vel að ekki má gleyma að bursta tennurnar. Við höfum lært að það má ekki stríða öðrum heldur vera vingjarnlegur og góður og líka að gera það sem mann langar til. Norsk og íslensk börn sofna ennþá við sönginn „Dvel ég í draumahöll“.
Við Norska sendiráðið í Reykjavík starfa bæði Norðmenn og Íslendingar. Arfleifð Egner er eitthvað sem við eigum sameiginlega. Því er sérstaklega gaman að geta skipulagt sýningu með fínu teikningunum úr Kardemommubæ Thorbjørn Egners.
Sonur Thorbjørns, Bjørn Egner, var svo almennilegur að hann sendi okkur myndir sem nú hafa verið stækkaðar og eru til sýnis hér á barnabókasafninu. Nú hlökkum við mikið til að sjá Kardemommubæinn á sviði Þjóðleikhússins í lok sumars.
Vissir þú að það er til raunverulegur Kardemommubær þar sem hægt er að fá að gista, fá skammir frá Soffíu frænku og að fá far með sporvagni? Kardemommubærinn er staðsettur í Dýragarðinum í Kristiansand í suðurhluta Noregs.
Kærar kveðjur frá okkur í Norska sendiráðinu í Fjólugötu 17.