Prjónaklúbburinn er kominn á Facebook

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur stofnað Facebook hóp þar sem prjónarar  af báðum kynjum og mörgum þjóðernum geta greiðlega haldið áfram að deila afrakstri sínum, spjallað saman og gefið góð ráð.

Ertu með eitthvað á prjónunum?
Veldu hnappinn hér fyrir neðan og óskaðu eftir aðgang í hópinn. Við hlökkum til að kynnast þér.

 

Sækja um aðgang

 

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur nú verið starfræktur í rúmt ár. Við hittumst að jafnaði annan hvern þriðjudag á Bókasafninu. Þetta er afskaplega skemmtilegar og notalegar stundir þar sem prjónarar af báðum kynjum og mörgum þjóðernum, hittast og spjalla, gefa ráðleggingar og jafnvel kenna hvert öðru tækni og brellur.

Þessi hópur er ætlaður til að deila myndum og hugmyndum og uppskriftum og hvaðeina öðru sem okkur dettur í hug. Hópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á handverki, bæði þá sem koma reglulega á prjónstund í Norræna húsinu en líka þá sem ekki komast en vildu svo gjarnan vera með.

Verið öll velkomin.

Allar athugasemdir og fyrirspurnir skulu sendar á ragnheidurm@nordichouse.is