Surtsey (verður til) – sviðslistir


17.00

Norsk-íslenska samstarfið sem liggur á bak við gerð gjörningsins Surtsey, heldur opna æfingu í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.  Að sýningunni lokinni verður gestum boðið að taka þátt í umræðum og spyrja spurninga um verkefnið, efnið og listir.
Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skipuleggjendur eru Jon Tombre og Mette Karlsvik.

Ungt fólk liggur í rúminu sínu og heldur að það sé byrjað að skjálfa.
En það er neðansjávar eldfjall sem vaknar.
Eldfjallið gýs árum saman.
Unga fólkið hristist frá eyjunni
– smám saman.

Sagan af Surtsey hefst svona: tveir unglingar eru í báti úti á hafi. Það er hásumar, miðnætursólin skín, þegar skyndilega kemur myrkur. Eldur rís úr hafinu.

Surtsey artwork er röð uppákoma í sviðslistum unnin í samstarfi við fjölda listamanna í Reykjavík og Osló. Verkefnið fór af stað í ágúst 2019 og hafa síðan þá verið haldnar þrjár sýningar. Síðasta sýning Surtsey verður haldin í Norræna húsinu í október 2020. Í tilefni af því eru aðstandendur mættir til Reykjavíkur til að undirbúa lokaviðburðinn sem verður sá glæsilegasti í röðinni. Lokaviðburðurinn verður unninn í samstarfi við nemendur úr Myndlistarskólanum í Reykjavik, Jon Tombre, Maria Lloyd, Sondre Pettersen og Mette Karlsvik.