Amiina – Tónleikaröð Norræna hússins
21:00
Hljómsveitin amiina hóf feril sinn sem strengjakvartett sem fór meðal annars á tónleikaferðalög um heiminn með Sigur Rós. Síðan þá hefur amiina haldið áfram að vaxa og þróast. Nýjir meðlimir og tilraunir með ný hljóðfæri hafa komið hljómsveitinni á nýjan stað. Hljóðheiminum hefur verið líkt við Arvo Pärt fyrir klukkuspil, en fyrir utan tenginguna við nútíma mínimalíska tónlist heyrast líka spor af þjóðlagatónlist og útkoman er oft dáleiðandi. Það er unun að láta sig umlykjast af áhugaverðum tónum hljómsveitarinnar.
Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi.
Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is
Dagskrá
20. júní. Amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)
Takið eftir! að á miðvikudögum er einnig frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.