TÓNLISTARSMIÐJA FYRIR BÖRN – Námskeiðið er fullt!
13-16
<Skráningu hefur verið lokað > Vegna mikillar eftirspurnar urðu vinnustofurnar alls fimm talsins. Því miður þurftum við að loka fyrir skráningu í dag. En þér er velkomið að senda póst á gunn@nordichouse.is ef þú villt setja barnið þitt á biðlista. Í póstinum þarf að koma fram heiti barns, aldur, á hvaða stigi barnið spilar og á hvaða hljóðfæri.
Tónlistarsmiðja fyrir börn / 27. júní 13:00-16:00 / Ókeypis
Langar þig að spila spennandi tónlist með öðrum krökkum í Norræna húsinu?
Á smiðjunni hittir þú atvinnutónlistarmenn frá Noregi sem hafa þróað nýja og skemmtilega kennsluaðferð og tækni fyrir krakka í tónlist. Á aðeins nokkrum klukkutímum mun aðferðin gera þér kleift að spila flotta spunatónlist, jafnvel þó þú hafir aldrei prufað að semja tónlist áður.
Allir geta tekið þátt!
Börn á öllum stigum tónlistarnáms eru velkomin sem og krakkar sem hafa aldrei hafa spilað á hljóðfæri. Þátttakendum er skipt í hópa sem taka tillit til færni hvers og eins.
Tungumál: Þar sem leiðbeiningarnar eru aðallega verklegar þurfa þátttakendur ekki að kunna ensku eða norsku til að vera með.
Þau sem taka þátt í smiðjunni fá tækifæri til að taka þátt í fleiri smiðjum í ár. Ef þú hefur gaman af því að spila munt þú jafnvel eiga kost á að fara til Noregs til að spila með öðrum krökkum.
Tónlistarsmiðjan er fyrir krakka á árunum 8-14. Verkefnið er samstarf á milli Norræna hússins í Reykjavík og Improbasen – þekkingarmiðstöð fyrir börn í jassi, staðsett í Osló. Heimasíða Oslo jazz.
Verkefnið hefur hlotið stuðning frá Norræna menningarsjóðnum, Norska menningarráðinu og Norsk-Íslensku menningarsamstarfi.
Spurningar? Vinsamlegast hafið samband við:
Tónlistarstjóri: Odd André Elveland
Netfang: oddandre@improbasen.no
Verkefnastjóri Norræna hússins: Gunn Hernes
Netfang: gunn@nordichouse.is