Á þjóðhátíðardegi Norðmanna minnast þeir viðtöku stjórnarskrár Noregs er fram fór á Eidsvoll 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna býr á Íslandi og þann 17. maí munu margir þeirra koma saman og halda daginn hátíðlegan.
Nordmannslaget, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir til hátíðardagskrár þennan dag og mun hluti hennar eiga sér stað hér í Norræna húsinu milli kl 11:00 -14:00. Best er að hafa samband við Normannslaget til að fá nánari upplýsingar um dagskrána.
Við óskum Norðmönnum innilega til hamingju með daginn!