Tom of Finland – Black Box
Black Box /ókeypis aðgangur / Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum/
Sýning á teikningum finnska listamannsins Touko Valio Laaksonen, 1920 – 1991, Tom of Finland.
TOM OF FINLAND er listamannsnafn hins finnska Touko Laaksonen. Hann merkti erótískar teikningar sínar með nafninu „Tom“ og þegar myndir hans birtust fyrst árið 1957, varð hinn heimsfrægi „Tom of Finland“ til.
Touko Laaksonen var fæddur í smábænum Kaarina í Finnlandi 1920. Þegar Touko varð 19 ára flutti hann til Helsinki og stundaði nám við listaháskólann þar í borg og byrjaði að teikna erótískar myndir af samkynhneigðum mönnum. Eftir að hann hætti í finnska hernum undir lok seinni heimstyrjaldarinnar hóf Touko störf á auglýsingastofu. Hann hélt áfram að teikna myndirnar sínar, eftir mikla hvatningu frá vinum sendi hann myndirnar til amerísks vaxtaræktar tímarits Physique Pictorial sem birti fyrst myndirnar hans 1957. Vegna hræðslu Touko við hatur og ofsóknir í garð samkynhneigðs fólks áritaði hann myndirnar „Tom“.
In those days, a gay man was made to feel nothing but shame about his feelings and his sexuality. I wanted my drawings to counteract that, to show gay men being happy and positive about who they were. Oh, I didn’t sit down to think this all out carefully. But I knew – right from the start -that my men were going to be proud and happy men!
-Tom of Finland-
Teikningar hans nutu strax mikillar athyglii víða um heim og var þeim fylgt eftir með bókaútgáfu. Árið 1979 stofnaði hann ásamt vini sínum, Durk Dehner, fyrirtækið Tom of Finland og fimm árum síðar voru grasrótarsamtökin Tom of Finland stofnuð. Hlutverk samtakanna er fræðsla, varðveiting, viðhald og sýning erótískrar myndlistar. Laaksonen greindist með lungnaþembu árið 1988. Sjúkdómurinn orsakaði mikinn handskjálfta sem varð til þess að hann færði sig frá blýantsteikningum yfir í pastelliti. Hann lést af völdum sjúkdómsins árið 1991.
Sýningin er unnin í samstarfi við Tom of Finland Foundation í Los Angeles. Sjóðs um 100 ára sjálfstæðisafmæli Finnlands og Riff. Sumar myndanna voru áður til sýnis í Háskólabíó í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, þar sem kvikmyndin Tom of Finland var sýnd. Myndin fæst til láns í bókasafni Norræna hússins.
I know my little ‘dirty drawings’ are never going to hang in the main salons of the Louvre, but it would be nice if – I would like to say ‘when’ but I better say ‘if’ – our world learns to accept all the different ways of loving. Then maybe I could have a place in one of the smaller side rooms.
-Tom of Finland-
Við vekjum athygli að hægt verður að festa kaup á teikningum Laaksonen meðan á sýningu stendur. Nánari upplýsingar má nálgast á riff@riff.is
Sýningin er unnin í samstarfi við Tom of Finland Foundation í Los Angeles.
Mynd verð/print price: 34.000 kr
Mynd með ramma /Framed picture: 46.000 kr