Viveca Sten (1. hluti)

Höfundakvöld

Viveca Sten (1959) er sænskur rithöfundur og lögfræðingur. Hún hefur skrifað fræðibækur innan lögfræði en þekktust er hún þó fyrir glæpasögur sínar um Morðin í Sandhamn. Sögusviðið er sænski Skerjagarðurinn þar sem lögreglumaðurinn Thomas Andreasson hjá lögreglunni í Nacka fæst við rannsókn mála ásamt vinkonu sinni, lögfræðingnum Noru Linde. Alls hafa átta bækur komið út í bókaflokknum, þar af fimm á íslensku. Viveca Sten hefur selt yfir 3 milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu en þær hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Fyrstu þrjár sögurnar um Morðin í Sandhamn hafa verið kvikmyndaðar með Jakob Cedergren og Alexöndru Rapaport í aðalhlutverkum. Á íslensku hafa komið út bækurnar Í hita leiksins (2016) Í nótt skaltu deyja (2015) Syndlaus (2015) Í innsta hring (2014) og Svikalogn (2013).

„Bækur Vivecu Sten, sem gerast að miklu leyti í skerjagarðinum utan við Stokkhólm, lýsa á fjölbreyttan hátt aðstæðum og lífi venjulegs fólks sem lifir í nánu samneyti við náttúruöflin á mörkum hafs og lands, sögusvið sem Íslendingar þekkja vel að fornu og nýju. Stundum eru lýsingar hennar á umhverfinu svo sterkar að maður getur nánast fundið sjávargoluna í andlitinu og saltbragðið á tungunni!“  Sigurður Þór Salvarsson þýðandi.

Tinna Ásgeirsdóttir stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku.