Truflanir — Andri Snær Magnason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Höfundakvöld

10. febrúar heldur Norræna húsið bókmenntaviðburð þar sem Andri Snær Magnason og Sigríður Hagalín ræða bókmenntir sem truflun og hvernig ný orð og nýjar hugmyndir geta ýtt þankagangi inn á óvæntar brautir.

Flest skynjum við truflanir sem neikvæðar, eitthvað sem rýfur einbeitingu og raskar þeirri röð og reglu sem við leitumst við að viðhalda í daglegu lífi. Þegar þær eru ekki til staðar söknum við þó tilbreytingarinnar sem þær valda. Skammdegið er oft tilbreytingarlítið en í ár upplifum við stanslausa truflun á lífi og starfi. Á meðan er félagsleg örvun af skornum skammti, eða í það minnsta öðruvísi en við eigum að venjast.

TRUFLANIR:
Tálmi sem raskar stefnu, straumi, framvindu eða hreyfingu; lok; hindrun. Það að verða fyrir truflun, ónæði; rof eða brot vegna skyndilegs inngrips aðskotahlutar; afskipti; frammígrip. “leyfðu ekki truflun tímans að láta þig gleyma hugmyndinni um heild.”

Hvað gerist þegar við erum trufluð og hvað gerist eftir truflunina?

Andri Snær Magnason er þekktur fyrir verk sem hrífa fólk upp úr doðanum og vekja það til umhugsunar, bæði skáldskap og skáldleysu.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er landsþekkt sem fréttamaður en hefur síðustu ár einnig vakið athygli fyrir skáldsögur sem takast á við hamfarir – persónulegar, náttúrulegar og samfélagslegar.

Umræðunum stýrir Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntafræðingur og ritstjóri Iceland Review.

Samtalið fer fram á ensku.