Rawdna Carita Eira

Höfundakvöld

Rawdna Carita Eira spjallar um verk sín við Jórunni Sigurðardóttur dagskrárgerðarkonu. Vísnasöngkonan Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur gestum ljúfa tóna.

Rawdna Carita Eira er leikskáld og rithöfundur af norskum og samískum ættum. Hún er menntaður kennari en hefur einnig starfað sem hreindýrahirðir og við samíska þjóðarleikhúsið í Kautokeino í Noregi. Fyrir utan leikritun hefur Rawdna einnig samið söngtexta, meðal annars fyrir hina þekktu norsk-samísku söngkonu Mari Boine.

Árið 2011 gaf Rawdna út ljóðabókina Ruohta muzetbeallji ruohta/løp svartøre løp sem tilnefnd var til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir hönd samíska málsvæðisins. Ljóðin segja af ungri samískri stúlku og vegferð hennar gegnum lífið ásamt hreindýrstarfinum Svarteyra. Ljóðin eru ort í anda samískrar frásagnarhefðar og eru líkt og óður til Sama, lands þeirra og lifnaðarhátta.

Höfundakvöldið fór fram í kjallara Norræna hússins, í þá nýuppgerðu rými sem nefndist „Svarta boxið“. Samtalið er á skandinavísku.