Geir Gulliksen

Höfundakvöld

Geir Gulliksen (f. 1963) er norskur höfundur og útgefandi hjá bókaútgáfunni Oktober. Hans fyrsta skáldsaga, Mørkets munn, kom út árið 1986. Síðan þá hefur hann skrifað barna- og unglingabækur, ritgerðarsöfn, leikrit og ljóð. Geir Gulliksen vakti mikla athygli fyrir skáldsögu sína Historie om et ekteskap sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál, meðal annars á íslensku í þýðingu Höllu Kjartansdóttur og gefin út af Benedikt bókaútgáfu á þessu ári. Fyrir bókina Saga af hjónabandi var höfundur tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016.

Silje Beite Løken stýrir umræðu sem fer fram á norsku.