Zine Fair Norræna hússins 2024


Salur & Anddyri
Aðgangur ókeypis

Vertu með á Zine Fair í Norræna húsinu! Tveggja daga hátíð sköpunar og samfélags með zines, vinnustofum, fyrirlestrum og lifandi sýningum; eftir bæði alþjóðlega og staðbundna listamenn.

Hvort sem þú býrð til zines eða ert bara forvitinn, komdu og vertu með! Komum saman, deilum hugmyndum og gerum eitthvað skemmtilegt.

Dagskrá:
Föstudagur 13. desember: 

14-17 Vinnustofa – lærðu að Gera zine með Lu!  (Alvar herbergi)

Laugardagur 14. desember:
10-12 Vinnustofa – lærðu að gera zine með Lu – part 2 (Alvar herbergi)
13-18 Zine Fair/sýning (Elissu salur/Andyri)
13-15 Vinnustofa fyrir börn á öllum aldri og fullorðna – lærðu að gera zine með Lu (Alvar herbergi)
14-16 Panel / samtal (Elissu salur/ Andyri) 
16-17 Upplestur af comics (Elissu salur)
18-21 Tónleikar með: dj. flugvél og geimskip, Ronja og aaahhhnnndddiii
Hátíðin er sett saman af Elham Fakouri
Upphafsmynd: Wetbog
Sýnendur og seljendur:
Samandal comics, CPH zine fest, Squashcomics/Snail eye comic festival, Last Whaling station/Hvalavinir, Hafnarhaus/Christoph Matt, Andrými, Lefteris/Siglufjörður Comics festival, Listaháskóli íslands/Thomas Pausz, Safnasanið, Arnar Ásgeirsson, Þorður Grímsson, Elín Edda, Rakel Andrésdóttir, Steinunn Eldflaug, Wetbog, Logsins, Prismo press, Sigurður Ámundason, Sepideh Kalani, Tóta Kolbeinsdóttir, Didda Flygenring, Janosch Kratz.
Aðgengi:
Viðburðir eru á ensku. Aðgengi að Elissu sal og Alvar herbergi er ágætt, lágur þröskuldur er inn í salinn og herbergið. Aðgengi í andyri er gott og að húsinu liggur rampur frá bílastæði, sjálfvirkur hnappur er á hurð. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð. Athugið að á tónleikunum gæti verið hávær tónlist og stropeljós.

Við erum að vinna í að bæta aðgengi okkar og viljum gjarnan heyra frá þér ef þú hefur aðgengisþarfir sem við getum komið til móts við: elham@nordichouse.is. Við gerum okkar besta að koma til móts við þínar þarfir.