BÁRUR: Leikhús og tónlist fyrir börn


11:00
Salur
Aðgangur ókeypis

BÁRUR
Leikhús og tónlist fyrir börn

Niður sjávar og vatns er aðalþema þessa verks sem er samið fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en norræn goðafræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan er sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem leiðir börnin í ævintýraheim og notar hún söguna til að skapa aðstæður þar sem börnin fá að taka þátt. Tónlistin skapar draumkennt andrúmsloft og í samspili við börnin myndast rými, þar sem þau ná að fóta sig og upplifa ævintýrið á eigin skinni.


Tvær sýningar:

11:00 – Bárur – leikskólasýning (1-5 ára)

12:30 – Bárur – leikskólasýning (1- 5 ára)