Masterclass og vinnustofa í kammermúsík – Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu
09:00-14:30
Harpa International Music Academy / Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu
Masterclass og vinnustofa í kammermúsík
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Judith Ingolfsson er einn þekktasti fiðluleikari Íslendinga. Árið 1998 vann hún til gullverðlauna í hinni heimsþekktu Indianapolis fiðlukeppni og hefur síðan þá komið fram í bestu tónleikasölum heims. Vladimir Stoupel er einstaklega fjölhæfur píanóleikari sem hefur hljóðritað marga geisladiska og leikið einleik með hljómsveitum á borð við Berlínarfílharmóníuna. Judith og Vladimir hafa leikið saman sem dúó um árabil og fengið lofsamlega dóma fyrir metnaðarfullan og þéttan samleik. Í þessari vinnustofu og masterclass leika nokkrir valdir nemendur einleiks- og kammertónlist og njóta kennslu þeirra beggja í samleik fyrir framan áheyrendur.
Nánari upplýsingar um dagskrá Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu 2018 eru á www.musicacademy.is
Fræðast má nánar um Ingolfsson-Stoupel dúóið á www.ingolfsson-stoupel-duo.com