Viðburður á vegum Dansk-íslenska félagsins


14:00 - 16:00

Dansk-íslenska félagið býður upp á ljóða- og söngdagskrá í sal Norræna hússins laugardaginn 13. janúar

Næsti viðburður sem Dansk-íslenska félagið stendur fyrir hefur verið ákveðinn laugardaginn 13. janúar 2018 kl. 14-16 í sal Norræna hússins. Þar verða lesnar upp óbirtar þýðingar á ljóðum danska ljóðskáldsins Piu Tafdrup en Sigríður Helga Sverrisdóttir hefur nú þegar þýtt um 70 ljóða hennar á íslensku. Gísli Magnússon les ljóðin á dönsku en Sigríður Helga á íslensku. Ný ljóðabók Sigríðar Helgu, Haustið í greinum trjánna, kom út nýlega hjá Útgáfunni Sæmundi og verður hún kynnt um leið.

Síðan syngur ung söngkona, Hörn Hrafnsdóttir, dönsk sönglög með þýddum textum við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur.

Einnig hefur Þórður Helgason, lektor og skáld, og 10 nemendur hans á námskeiði er nefnist „Skapandi skrif“ þýtt ljóð úr dönsku eftir Poul Larsen, (teikningar eftir Vif Dissing, gefið út hjá Følfold 1995) sem þau munu lesa.

Opið fyrir alla og ókeypis aðgangur