Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð?


12:00-13:00

Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð?

Átökin í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi hafa skapað mikla spennu í samskiptum milli Rússlands og Vesturlanda. Í þessum fyrirlestri mun Andrew Cottey fjalla um þessa breyttu heimsmynd og færa rök fyrir því að samskiptin mótist í raun af tveimur grundvallarþáttum. Annars vegar sókn Rússa eftir því styrkja stöðu sína sem eina stórveldið á áhrifasvæði fyrrum Sovétríkjanna og hins vegar átökum milli ólíkra heimsmynda frjálslynds stjórnkerfis Vesturlanda og alræðiskerfa Rússlands og Kína. Það er þó ekki þar með sagt að samskipti Vesturlanda og Rússlands einkennist af átökum á öllum sviðum, en það besta sem hægt að vonast eftir er að hafa stjórn á samskiptum sem óhjákvæmilega verða alltaf erfið.

Andrew Cottey er dósent og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi. Hann er höfundur bókarinnar Security in 21st Century Europe, 2nd ed. (Palgrave Macmillan, 2013).

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun