Tónleikunum hefur verið frestað – Verpa eggjum // Skerpla og Davíð Þór Jónsson


21

Tónleikum hefur verið frestað vegna veikinda. Nýr tónleikatími verður auglýstur fljótlega. 

 

VERPA EGGJUM í Norræna húsinu // Skerpla og Davíð Þór Jónsson

Nemendur í Skerplu, tilraunatónlistarhóp Listaháskóla Íslands, og Davíð Þór Jónsson flytja afrakstur vinnustofa sem staðið hafa yfir síðastliðna viku undir handleiðslu þess síðarnefnda. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu 14. mars kl. 21. Aðgangur er ókeypis.

Skerpla
Alicia Achaques
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Ísidór Jökull Bjarnason
Karl Magnús Bjarnarson
Kári Sigurðsson
Oddur Örn Ólafsson
Snæfríður María Björnsdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir

Skerpla er tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands, stofnaður haust 2018. Markmið hópsins er að kanna, skapa og flytja tónlist:

  • af tilraunakenndum toga
  • sem víkkar út fyrirframgefnar hugmyndir um eðli tónlistar
  • sem felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna (sem er oft alls ekki aðalatriðið)
  • þar sem meginforsendur ráðast af framkvæmd verksins.

Berglind María Tómasdóttir, dósent við Listaháskóla Íslands hefur umsjón með hópnum.

Markmið tónleikaraðarinnar Verpa eggjum er að kynna og flytja tilraunatónlist sem sækir innblástur að stórum hluta í arfleifð John Cage, Pauline Oliveros, Christian
Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistarsögu 20. og 21. aldar svo um munar. Það er þessi heimur tilraunatónlistar sem tónleikaröðin Verpa eggjum byggir á; tilraunatónlist vísar í eðli tónlistarinnar sem oft felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna og er aukinheldur oft alls ekki aðalatriðið — framkvæmd verksins og hvernig að henni er staðið skapa meginforsendur tónlistarinnar.