
Verið innilega velkomin á opnun sýningarinnar “Time After Time”
17:00
Verið innilega velkomin á opnun sýningarinnar “Time After Time”
07.06.25 kl. 17:00
Hvelfing – Norræna húsið
Athugið að gjörningur Anastasia Ax hefst fyrir utan klukkan 18:00.
Við lifum á tímum þar sem mannkynið er að ýta náttúrunni að þolmörkum sínum. Áhyggjur af umhverfinu og framtíð jarðarinnar eru í kjarna sínum áhyggjur af okkar eigin afkomu. Náttúran hefur löngum verið öflugur innblástur fyrir norræna listamenn og í dag halda margir samtímalistamenn þeirri arfleifð áfram með því að skoða þemu tengd náttúrunni og loftslagsbreytingum – og bjóða upp á innsýn og sjónarhorn sem aðrar listgreinar geta ekki boðið upp á.
Listamenn sýningarinnar eru: Anastasia Ax, Felipe de Ávila Franco, Jussi Kivi, Saara Ekström og Sandra Mujinga. Sýningarstjóri er Sabina Westerholm, forstöðumaður Norræna hússins
“Time After Time” er sýning með fimm norrænum listamönnum af mismunandi kynslóðum sem hafa áhuga á þemum eins og náttúru og orku, tíma og sjónarhorni, ljósi og myrkri og nærveru og fjarveru mannsins. Sýningin spannar bæði það sem finnst ofanjarðar og neðanjarðar, innan og utan Norræna hússins. Náttúran og náttúruleg efni og hugtök þjóna sem heimspekilegur upphafspunktur, en saman vekja verkin upp erfiðari, marglaga frásögn. Við erum tekin út úr tíma og rúmi og skilin eftir óviss um hvað er upphaf eða endir, föst í jaðarrými þar sem minni, efni og skynjun fléttast saman.
“Time After Time” fagnar einstökum hæfileikum náttúrunnar til endurheimtar og tímalausri hringrás hennar og býður upp á von meðfram átökum, hamförum og vistkerfiseyðingu. Sýningin veltir fram hugleiðingum um andstæður náttúruaflanna og áhrifa manna og mannslíkamans, í gegnum linsu tímans. Hún skoðar hin ýmsu spor sem menn hafa skilið eftir sig í gegnum tíðina og er áminning um það hversu ómerkileg áhrif mannkynns er í raun í víðara samhengi tíma og rúms.
Aðgangur að sýningarsalnum Hvelfing er með tröppum að utan eða með lyftu frá andyri Norræna hússins. Rampur liggur að andyri frá bílastæðinu og sjálfvirkur hnappur opnar hurðina. Lyftan er hægra megin þegar komið er inn í andyrið. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð Norræna hússins.