Útgáfutónleikar Paunkholm – Kaflaskil


21:00

Paunkholm – Kaflaskil

Útgáfutónleikar Paunkholm í Norræna húsinu 22. október kl. 21

Miðsala er á tix.is og í móttöku Norræna hússins, miðaverð: 2500kr.

Kaupa miða hér

Paunkholm er aukasjálf Franz Gunnarssonar sem á langan feril að baki með hljómsveitum á borð við Ensími og Dr. Spock ásamt því að vinna með t.d. Bang Gang, Quarashi og Bubba Morthens. Kaflaskil er fyrsta sólóplata Paunkholm og þar kennir við nýjan og poppaðri tón hjá Franz sem er þekktur sem rokkari af guðs náð. Á Kaflaskil fær Franz til sín fullt af frábærum röddum og hljóðfæraleikurum og munu flestir þeirra listamanna og kvenna koma fram á útgáfutónleikunum sem fara fram í sal Norræna hússins.

Þetta verður líklegast í eina skiptið sem hópurinn kemur saman og því um einstakan viðburð að ræða. Með hverjum seldum miða fylgir vínyl & stafræn útgáfa af Kaflaskil

Söngvarar: Bryndís Ásmundsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Franz Gunnarsson, Guðfinnur Karlsson, Kristófer Jensson, Magni Ásgeirsson, Stefán Jakobsson, Tinna Marína Jónsdóttir.

Hljómsveit:
Gítar: Franz Gunnarsson
Gítar: Einar Vilberg
Sóló gítar: Andri Ívarsson
Bassi: Birgir Kárason
Trommur: Ásmundur Jóhansson
Píanó: Þorbjörn Sigurðsson
Hljómborð: Valdimar Kristjónsson
Slagverk: Þórdís Claessen
Víola: Roland Hartwell

https://www.paunkholm.is/