Útgáfuhóf- Tomorrow is Never a New Day
17:00-18:00
Velkomin á útgáfuhóf vegna bókarinnar I morgen er aldrig en ny dag/ Tomorrow is Never a New Day, sem dönsku samtökin Ordskælv gáfu út í Helsinki 18. nóvember.
Í bókinni er að finna texta eftir 24 unga norræna höfunda um reynslu sína af því að alast upp við fátækt á Norðurlöndunum. Íslensku höfundarnir fjórir lesa úr textum sínum í útgáfuhófinu, sem fram fer í Norræna húsinu frá 17 – 18 mánudaginn 5. desember.
Viðburðurinn fer fram á íslensku. Allir velkomnir.