Tungumálið okkar. Landið okkar. Tilvera okkar.
18:00
Tungumálið okkar. Landið okkar. Tilvera okkar. Sjónarhorn frá Kalaallit Nunaat – Grænlandi
Verið velkomin á fyrirlestur Katti Frederiksen, málfræðings, rithöfundar, stofnanda Iperaq og handhafa Vigdísarverðlaunanna.
Frá sjónarhorni Inúíta mun Frederiksen fjalla um tengsl fólks sín á milli, norðurslóðir sem sameiginlegt vistkerfi og grænlenska menningu og tungumál sem grunn samfélagslífs og þekkingarkerfa.
Í erindi sínu mun hún fara yfir söguleg ferli sem hafa haft áhrif á tungumál og menningu á Grænlandi. Katti mun einnig draga fram nýlegar þróanir í bókmenntum, menntun og menningarstarfsemi á Grænlandi og hvernig þær sýna sköpunarkraft og seiglu þrátt fyrir reynslu af kúgun og nýlendustefnu.
Að lokum mun erindið fjalla um vaxandi áskoranir sem tengjast auknum geopólitískum hagsmunum og vaxandi utanaðkomandi áhrifum á norðurslóðum, sem móta daglegt líf og ógna framtíð tungumála og menningar samfélaga Inúíta.
18:00–18:30 Salur opnar, boðið verður uppá kaffi og te
18:30–19:30 Fyrirlestur Katti Frederiksen og spurningar úr sal
Tungumál viðburðarins eru enska, danska og kalaallisut.
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Vigdísarstofnun.
Aðgengi að andyri og Elissu sal gott, og lágt þrep er inn í salinn.
Lesa má meira um aðgengi í Norræna húsinu hér.
