Tröllkonan og töfraeyjan – fjölskyldutónleikar


11:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Á sýningunni „Tröllkonan og töfraeyjan” hljómar tónlist við nýja sögu sem er byggð á íslenskum og norskum þjóðsögum.

Sagan verður sögð í gegnum frumsamda tónlist eftir Stundaróm og þjóðlagatónlist og gefur börnum kost á að taka virkan þátt í gegnum söng og hreyfingu.

Við fylgjum tröllkonunni Ásgerði á ferðalagi sínu um töfraeyju þar sem konungur, drottning og prins ráða ríkjum. Eyjan er við það að deyja því þau koma illa fram við náttúruna og íbúa eyjunnar. Í gegnum söguna reynir Ásgerður að sannfæra þau um að breyta sínum háttum og koma betur fram við umhverfið til að byggja bjarta framtíð fyrir eyjuna.

Tónleikarnir eru hálftíma langir og eru hugsaðir fyrir börn á leikskólaaldri.

Þátttakendur:

Ólína Ákadóttir: Píanóleikari

Steinunn María Þormar: Söngkona

Jón Arnar Einarsson: Básúnuleikari

Aðgengi: Gengið er niður stiga frá bókasafni og aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Ókeypis er inná alla viðburði á vegum Norræna hússins.

Aðrir viðburðir