Tréð
10:00-17:00
„Tréð“ er sýning á barnabókasafni Norræna hússins sem beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf Norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.
Hjarta sýningarinnar og samkomustaður textíl skúlptúr í formi trés, gerður af finnsku listakonunni Corinnu Helenelund. Tréð er gagnvirkur skúlptúr, þar sem gestum bíðst að fá sér sæti með bók, njóta samvista eða fara í leiki. Á veggjum safnins verða dregnar fram myndskreytingar úr völdum bókum í bland við upprunaleg verk og skissur. Sýningin getur því veitt innsýn í ferlið við að búa til myndskreytingu og gefið áhugasömum innblástur og hvatningu til að gera eigin sögu.
Með sýningunni er sjónum beint að myndlæsi – skilningi á sögum óháð tungumálum og eru gestir hvattir til að lesa bækurnar í gegnum myndirnar.Teiknileikur: Gagnvirkur teiknileikur er hluti af sýningunni og geta áhugasamir þátttakendur sjálfkrafa orðið hluti af sýningaropnun í maí, þar sem úrval af teikningum sem gerðar voru á sýningartímanum verða sýndar.
Sögupokar: Gestir geta fengið lánaðar bækur í sérstökum sögupoka, sem inniheldur úrval af þeim bókum sem sýndar voru á sýningunni, og æft sig í að lesa í gegnum myndir heima.
Bananafígúra Bókagleypisins: Finndu eins margar bananafígúrur og þú getur, sem eru faldar einhvers staðar á barna bókasafninu. Á myndunum má sjá fígúruna gera mismunandi hluti og upplifa ólíkar tilfinningar. Gestir eru hvattir til að æfa sig í að ræða hvað fígúran er að gera eða upplifa og athuga hvort hægt sé að bók með svipaðri tilfinningu.
Fjölskyldunámskeið, Vetrarfrís námskeið, Sögu- og söngstundir auk Tónlistarstunda fyrir börn og smábörn fara fram í vetur á barnabókasafninu. Fylgist með nánari upplýsingum um viðburði á vefsíðu okkar og samfélagsmiðlum.
Leiðsagnir: Sýningin hentar til leiðsagnar hópum frá 3 ára aldri. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa í gegnum bókunarsíðu Norræna hússins eða með því að senda tölvupóst á: hrafnhildur@nordichouse.is.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.
Forsíðumynd inniheldur myndir úr bókum Lindu Bondestam og Svein Nyhus