Tónlistarsamvera fyrir barnafjölskyldur


10:15-11:15

Tónlistarsamvera á vegum Barnamenningarhátíðar 11. apríl 2019 kl. 10:15 í Norræna húsinu. Í samverustundinni verða sungin norræn þjóðlög, dansað og leikið. Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarkennari, söngkona og fiðluleikari, leiðir viðburðinn sem er opinn tónlistarsamvera fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra. Markmið samverunnar er að kynna norræn þjóðlög fyrir barnafjölskyldum og vekja áhuga þeirra á söng og hreyfingu ásamt því að hvetja foreldra til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.