Tónlist víðsvegar að úr heiminum! Tónleikar fyrir börn & smábörn


16:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Fjölskyldur og börn af öllum uppruna eru boðin velkomin að fagna árslokum með tónlist frá öllum heimshornum.

Markmiðið er að bjóða upp á þátttökuupplifun þar sem allir geta sungið og spilað. Dagskráin inniheldur sólstöðusöngva, íslensk, arabísk og latnesk-amerísk lög og fleira. Á viðburðinum munum við útvega fjölskyldum litríka trefla og eggjahristara til að spila saman. Að því loknu eru gestir velkomnir að hitta og spjalla við tónlistarmennina.

Fögnum þessum tíma ársins með ríkri fjölmenningarlegri upplifun!

Fram koma: 

Rima Nasser, söngur

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðla, harmonikka og söngur

Sólveig Thoroddsen, harpa og söngur

Sergio Coto Blanco, gítar

Kristofer Rodriguez Svonuson, slagverk

Natalia Duarte Jeremias, listræn stjórnun

Tónleikarnir eru styrktir af Barnamenningarsjóði Íslands og skipulagðir af Tónagulli í samstarfi við Norræna húsið.

Opnunartími og aðgengi: Elissa hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla, að húsinu liggur rampur og við aðaldyr er sjálfvirkur hnappur. Á aðalhæð eru aðgengileg salerni.

Aðrir viðburðir