Tónleikar og söguþættir: Eyjar í Norðri


19:00
Salur

Velkomin á tónleikana Eyjar í Norðri sem er hluti af tónleikaröð TonsagaNor

 

TonsagaNor leitast við að sinna og miðla menningararfi þeirra landa og landsvæða sem teljast til Norðurlanda með áherslu á tengsl landanna og sameiginlega sögu. Þetta gerum við t.d. með því að nýta mismunandi listgreinar eins og tónlist, söng, dans, myndlist, leik og bókmenntir, og láta þær mætast og skiptast á en einnig fléttast saman þar sem við á. Með fjölbreytilegum verkum er leitast við að vekja áhorfandann til umhugsunar um söguna og menninguna sem við lifum og hrærumst í, úr hvaða jarðvegi hún er sprottin og um leið að eiga ánægjulega stund.

Guðni Franzson, klarinett / Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó / Bergsveinn Birgisson, sögumaður / Kolbeinn Jón Ketilsson, tenór

Eyjar í Norðri. Að þessu sinni er áherslan lögð á eyjar í kringum landið, saga þeirra og mikilvægi í gegnum aldirnar. Eyjar voru eftirsóttar til búsetu og oft nefndar „matarkistur“ til að lýsa mikilvægi þeirra til aðfanga. Þegar við landnám koma eyjar við sögu, Ísland er jú eyja sem byggist frá Noregi, Vestmannaeyja er getið frá fyrstu tíð, Færeyjar byggjast rétt á undan Íslandi og svo mætti lengi telja. Leitast er við að skoða hlutverk eyja í sögunni, lífsbaráttuna þar og hvernig lífið á eyjum hefur mótað lundarfar og hugsun eyjaskeggja í gegnum tíðina. Eru eyjaskeggjar frábrugðnir þeim er byggja svokallað meginland? Margir munu ætla svo en í hverju skildi munurinn vera falinn?

Frekari upplýsingar má nálgast á tonsaganor.com

Tónleikarnir vara í eina og hálfa klukkustund með hléi.

Aðgengi: Elissu salur hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla en athugið að mjög lágur þröskuldur er inní salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.