Kerfisbreytingar í sjávarútvegi – Tökum samtalið
16-18
Píratar boða til málþings um sjávarútvegsmál í Norræna húsinu þriðjudaginn 25. október kl. 16.00 – 18.00.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þátttakendur verða fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi annars vegar og talsmenn breytinga í sjávarútvegsmálum hins vegar.
Samtök útvegsmanna (SFS) hafa kveðið sér hljóðs um málefni sjávarútvegsins og hefur yfirskrift þeirrar herferðar verið “Samtal um sjávarútveg”. Píratar vilja því taka útvegsmenn á orðinu og efna til málefnalegrar, opinberrar rökræðu þar sem sérfræðingar frá hvorri hlið skoða alla fleti þessa mikilvæga málaflokks.
Form fundarins verður með þeim hætti að pallborð skipa þrír fulltrúar frá hvorri hlið og flytur hver þeirra stutta framsögu. Að því loknu stýrir fundarstjóri pallborðsumræðum og að lokum verða almennar umræður með þátttöku allra fundargesta.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Streymi
Mynd: Yadid Levy /norden.org