Þjóðhátíðardagur Sama: Historjá: Stygn för Sápmi – Heimildarmynd
17:00
Við fögnum þjóðhátíðardegi Sama með sýningu á hinni vinsælu heimildarmynd „Historjá – Stygn för Sápmi“ eða Historjá – þræðir fyrir Sápmi.
Föstudaginn 6. febrúar
Kl: 17:00
Aðgangur ókeypis
Þjóðhátíðardagur Sama er haldinn hátíðlegur 6. febrúar, daginn sem fyrsta Samaþingið var haldið árið 1917 í Þrándheimi í Noregi.
Myndin fjallar um baráttu Sama og er sett fram á ljóðrænan og átakanlegan hátt af listakonunni Brittu Marakatt-Labba. Hún er bæði falleg lýsing á samískum þjóðsögum og heimsmynd og á sama tíma áhrifarík áminning um þá tilvistarógn sem loftslagsbreytingar fela í sér fyrir samíska menningu.
1 klst. 28 mín.
Framleiðsluár: 2022
Leikstjóri: Thomas Jackson
Þátttakendur: Britta Marakatt-Labba, Carl Johan de Geer og Marianne Lindberg de Geer
Britta Marakatt-Labba er ein af listamönnunum í sýningunni Ripples: Shifting Realities in the Arctic, sem opnar laugardaginn 7. febrúar. Nánari upplýsingar um sýninguna eru aðgengilegar hér.
Aðgengi að Elissu sal er gott, lágur þröskuldur er inn í salinn.
Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.
Lesið meira um aðgengi hér.