Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum


12:00

Þjóðaröryggisráð –

ný viðhorf í utanríkismálum

Streymi – fleiri viðburði má skoða hér

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á fundi Varðbergs í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.00 til 13.00.

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Unnið er að því að setja á laggirnar þjóðaröryggisráð undir formennsku forsætisráðherra í samræmi við lög sem samþykkt voru í fyrra. Ráðherrann hefur ekki rætt opinberlega um framkvæmd laganna fyrr en nú á fundi Varðbergs. Með ákvörðun Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og embættistöku Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa skapast ný viðhorf í utanríkismálum sem snerta hagsmuni Íslendinga eins og annarra þjóða.