Vængjabakpokinn: Vefir skynjana – ókeypis vinnustofa
16:00 - 19:00
Ókeypis vinnustofa fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugasvið á borð við umhverfismálefni, myndlist, framtíðarsýn og fugla.
Í smiðjunni gefst þátttakendunum færi á að búa til í sameiningu ímyndaða frásögn með því að rýna í GPS gögn frá farfuglum. Í vinnustofunni verður fylgt eftir ferðum hvíts storks sem heitir Jónas. Þátttakendur fá kort með upplýsingum um staði sem fuglinn dvaldi á og eru síðan beðnir um að setja sig í spor fuglsins og skrifa sögu um reynslu fuglsins af umhverfi sínu. Þátttakendurnir eru beðnir um að lýsa því hvernig fuglinn skynjar umhverfi sitt; hljóðum, myndum, lykt og áferð. Sögunum verður síðan safnað saman og þær tengdar hver annarri.
Kennarar vinnustofunnar telja að hægt sé að líta á GPS rakningartækni sem mögulegt sameiningartól sem gerir okkur kleift að öðlast skilning á hegðun annara dýrategunda. Landfræðiupplýsingar frá fuglunum segja ekki einungis frá líffræðilegri hegðun þeirra heldur kemur einnig um samsvarandi hegðunarmynstur hjá manneskjum.
Smiðjan rúmar takmarkaðan fjölda þátttakenda og því krefst þátttaka skráningar. Þátttakendur eru beðnir um að koma með snjallsíma í smiðjuna sem getur lesið QR-lykil.
Driving the human eru samtök sem einbeita sér að því að brjóta upp einhliða sjónarhorn á því hvernig við nálgumst og skoðum heiminn. Samtökin vinna í þágu umhverfis- og félagslegrar sjálfbærni. Þau skapa hvata og möguleika fyrir tilraunir og vinna að því að móta sjálfbæra og sameiginlega framtíðarsýn í þverfaglegu samstarfi vísinda, tækni og listgreina. Verkefnið The Backpack of Wings: Modern Mythology setur fram spekúlatívar framtíðarsýnir sem sýna átök og samruna milli vísindalegrar líflandfræði tækni fyrir villt dýr og austur-asískrar andatrú og heimsenda goðsagna. Sjá frekari lýsingu á Backpack of Wings hér.
Um kennarana
Hyeseon Jeong er nemandi í lista- og miðlunarakademíunni í Köln. Hún hefur áhuga á félagslegum hliðium tæknivæðingar, nýjum valda- og tengslastrúktúr og valddreifingu. Verk hennar má bæði staðsetja á vettvangi vísinda og pólítíkur og hún leitast við að setja saman ólínulegar frásagnir sem eru samsettar úr rannsóknum ólíkra fræðigreina.
Seongmin Yuk er listamaður sem hefur áhuga á að afbyggja (og byggja upp) mörk, á rými og líkamleika, á gagnkvæmri skynjun, pósthúmanisma og stafrænum transhúmanisma. Yuk er einnig nemandi í lista – miðlunarakademíunni í Köln.