Þátttakendur í «Kosegruppa» óskast!


Við leitum að þátttakendum í Kosegruppa, sem ætlar að skipuleggja SKAM viðburð fimmtudaginn 30. mars í Norræna húsinu. Við viljum að þú hjálpir okkur að búa til flottan viðburð fyrir aðra SKAM aðdándur eins og sjálfan þig.

Við hittumst tvo eftirmiðdaga, borðum pizzu og drekkum gos og skipuleggjum viðburðinn.

Þú ert: 

Á aldrinum 14 – 17 ára

Fylgist með SKAM

Hefur gaman af að skipuleggja viðburði

Skapandi og finnst markaðsfræði skemmtileg !

 

Við bjóðum upp á:

Hópstjóra sem talar norsku  🙂 (smá íslensku og ensku)

Pizzu og gos

Allt það efni sem við þurfum

 

Til þess að skrá sig í Kosegruppa og fá frekari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst til gunn@nordichouse.is með yfirskriftinni: Kosegruppa

SKAM viðburðurinn verður fimmtudaginn 30. mars og er ókeypis aðgangur og opinn öllum á aldrinum 14 – 17 ára.