Tenging landa og lita


Tenging landa og lita

Þessi alþjóðlega sýning á vatnslitaverkum er afrakstur samvinnu milli Norræna vatnslitafélagsins og Konunglega vatnslitafélagsins í Wales.  Sjötíu og tveir listamenn frá Íslandi, Skandinavíu og Wales sýna 95 áhugaverð vatnslitaverk.

Hinn mikli fjöldi alþjóðlegra og svæðisbundinna vatnslitafélaga um allan heim ber vitni um ástríðu fyrir listformi vatnslitarins. Aðrir miðlar listamanna hafa ekki náð á sama hátt að skapa slík samfélög, en vatnslitamálarar finna oft fyrir sterkri tengingu, skilningi og gagnkvæmum áhuga.

Hér á landi er ekki algengt að haldnar séu sýningar eingöngu með vatnslitaverkum. Gestum gefst því kostur á að njóta fjölbreytni í stíl og tækni á þessum spennandi miðli, sem vatnsliturinn er.

Aðgangur á sýninguna er ókeypis.
Ath. Sýningartímabilið hefur verið framlengt til og með 21. janúar nk.