Sýningaropnun: Ripples: Shifting Realities in the Arctic
Velkomin á opnun sýningarinnar: Ripples: Shifting Realities in the Arctic, þann 7 febrúar kl.
Listamenn: Britta Marakatt-Labba, Þorvarður Árnason, Josefina Nelimarkka og Ivínguak. Sýningarstjóri: Ásthildur Jónsdóttir
Sýningin leiðir saman listamenn og vísindamenn til að kanna djúpstæðar umhverfis-, menningar- og skynjunarbreytingar sem nú eiga sér stað á norðurslóðum. Sýningin kannar áhrif loftslagsbreytinga á snjó, ís og jökullandslag og hvetur jafnframt til íhugunar um samband mannkynsins við náttúruna og menningarlega þýðingu norðurslóðaumhverfisins.
Með ljósmyndun, myndböndum, textíl, málverkum og innsetningum er varpað fram fjórum ólíkum listrænum sjónarhornum sem flétta saman umhverfisvísindi við reynslu, þekkingu frumbyggja og listrænt ímyndunarafl. Hver listamaður nálgast norðurslóðir ekki aðeins sem efnislegan stað, heldur sem menningarlegt, tilfinningalegt og vistfræðilegt kerfi í stöðugum breytingum.
Með því að sameina þessar raddir og framtíðarsýn styrkir Ripples norrænt samstarf í listum og eykur jafnframt þann boðskap að framtíð norðurslóða sé óaðskiljanleg frá sameiginlegri hnattrænni framtíð okkar.
Sýningunni fylgir námsrými í bókasafni Norræna hússins og fræðsludagskrá sem þróuð er í samstarfi við nágrannaskóla. Þessi verkefni bjóða nemendum og gestum að skoða loftslagsbreytingar í gegnum sköpun, samræður og íhugun, og sýnir hvernig vísindaleg þekking, listsköpun og líkamleg reynsla fléttast saman.
Á sýningartímabilinu (febrúar–maí 2026) verða haldnir viðburður s.s. röð vinnustofa, fyrirlestra og málstofa þar sem við leiðum saman listamenn, vísindamenn, kennara og ungt fólk allstaðar að frá Íslandi. Þessum viðburðum lýkur með barnasýningu sem verður hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.
Fylgstu með komandi viðburðum með því að skráð þig á póstlista Norræna hússins.
Fá fréttabréf Norræna hússins – skráðu þig hér.
Forsíðumynd: Dr. Þorvarður Árnason
Inngangur að sýningunni er niður tröppur að utan eða með lyftu frá andyri. Nánari upplýsingar um aðgengi og opnunartíma má finna með því að smella hér.