-Sænsk sögustund-


14:00

 Sænsk sögustund

Síðasta sænska sögustundin nú í vor verður sunnudaginn 24. apríl kl. 14:00 í bókasafni Norræna hússins.  Þemað er bókagerð því við ætlum að búa til okkar eigin bækur saman. Malin Barkelind les upphátt fyrir yngstu börnin og bókasafnið býður gestum kaffi og safa að drekka.  Sænskumælandi börn á ýmsum aldri og foreldrar þeirra eru velkomin.