
Sumarnámskeið Norræna hússins: List, plöntur & fuglar!
9:30 - 12:30
16.-19. June (ekki þann 17. júní) – kl.09:30 – kl12:30
8-12 ára
Velkomin á sumarnámskeið Norræna hússins: List, plöntur & fuglar!
Börn á aldrinum 8-12 ára eru velkomin á ókeypis sumarnámskeið í Norræna húsinu.
Á námskeiðinu munu börn kynnast fuglunum í Vatnsmýrinni, útisvæðinu í kringum Norræna húsið sem er einnig fuglafriðland. Börn kynnast fuglunum í vettvangsferð á útisvæðinu og á nýrri sumarsýningu á barnabóksasafninu sem nefnist Fuglar. Sýningin er byggð á hinni vinsælu bók FUGLAR eftir Rán Flygenring og Hjörleif Hjartarson og sýnir úrval fugla sem eru staðbundnir eða árstíðabundnir á Íslandi og sumir þeirra stoppa einnig við í Vatnsmýrinni. Útfrá nýju fuglaþekkingunni læra börn að búa til lítinn pappírsmâché fugl. Börnin eru hvött til að gefa pappírsfuglunum sérstakan karakter sem byggir á þeim sjálfum eða einhverjum sem þau þekkja vel.
Á útisvæðinu fara þau einnig í plöntuleit með sérfræðingi sem hjálpar þeim að öðlast góðan skilning á gróðurnum í kringum húsið. Þau læra að gera tilraunir með gelprent með plöntunum sem þau finna. Hvert prent getur verið einstakt listaverk en einnig umhverfi fyrir pappírsmâché fuglinn.
Þátttakendur munu einnig kynnast nýju myndlistarsýningunni í Hvelfing sýningarsal sem heitir Time After Time og gera skapandi æfingar tengdar völdum listaverkum.
Skráning fæst með því að senda tölvupóst á hrafnhildur@nordichouse.is – með fullu nafni, aldri og símanúmeri foreldris eða forráðamanns.
Athugið að það er takmarkað pláss hjá okkur – því hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst!