Sögustund á sunnudögum – danska
11:00-11:30 & 14:00-14:30
11:00-11:30
14:00-14:30
Öll fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudegi á dönsku sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesin verður múmín saga á dönsku bæði kl. 11 og aftur kl. 14:00.
Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og skoða múmínálfasýninguna Lesið og skrifað með múmínálfunum -en kennsluefni á sænsku, ensku og íslensku er á staðnum fyrir áhugasama. Einn fremur eru ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt í sögusamkeppni og skilja eftir stutta sögu eða mynd sem fer í samkeppni. Á Sérstakri sögustund þann 5. desember er verðlaunahafi kynntur á hátíðarviðburði og hlýtur vegleg múmín verðlaun.
Sögumaður er Hilal Kücükakin.
Hilal er grunnskóla kennari og útskrifaðist frá VIA University College Silkiborg árið 2018. Hún vann í grunnskólanum Kirsebærhavens Skole í Kaupmannahöfn frá 2018 þar sem hún kenndi börnum á aldrinum 6-10 ára. Í starfi sínu hefur hún haldið fjölmargar sögustundir og leggur áherslu á að skapa rólegt og huggulegt umhverfi svo hægt sé að njóta sagna sem best. Þegar Hilal les sögur lifir hún sig inn í þær og vonast til að grípa hlustendur með sér í ferðalag um Múmíndal.