SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM: Norska
11:30 - 12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Sögustund á sunnudögum – Norska
Fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudögum á barnabókasafni Norræna hússins þar sem lesin verður sagan Svei – attan Einar Áskell! Í sögunni fær Einar fær lánaðan verkfæra kassa pabba síns og fær leyfi til að smíða sjálfur, með því skilyrði að nota alls ekki stóru sögina! Með tilraunum og hugmyndarflugi verður til þyrla og Einar flýgur á ævintýralega staði.
Þyrla úr tré með hreyfanlegum þyrluspöðum er á barnabókasafninu og geta yngstu gestirnir leikið sér í þyrlunni að lestri loknum ásamt því að lita Einars Áskels myndir.
Ókeypis viðburður og öll velkomin!
Sögumaður er Aurora Nikolaisen Hegre. Hún nemur bókasafns og upplýsingafræði við Oslo Metropolitan háskólann í Osló, Noregi. (OsloMet)