Sögustund á sunnudegi – sænska & íslenska
11.00-14.30
11:00-11:30 sænska
14:00-14:30 íslenska
Öll fjölskyldan er velkomin á sænsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Þetta er fyrsta sögustund vetrarins og viðeigandi að lesið verði á upprunalegu tungumáli bókanna, en höfundurinn Tove Jansson var sænskumælandi Finni.
Lesin verður saga úr einum af múmínálfabókunum á sænsku kl. 11:00 og á íslensku kl. 14:00. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og skoða múmínálfasýninguna Lesið og skrifað með múmínálfunum -en kennsluefni á sænsku og íslensku er á staðnum fyrir áhugasama.
Sögumaður er Inga Birna Friðjónsdóttir.
Inga er tónlistarkona og fatahönnuður sem bjó fyrstu 10 ár ævi sinnar í Svíþjóð. Hún hefur unnið við og kennt skapandi greinar í grunnskólum og félagsmiðstöðvum víðsvegar á Íslandi. Hún gefur út tónlist undir nafninu Blankiflúr og mun koma fram á Sérstakri sögustund þann 5. desember í Norræna húsinu og syngja sænsk jólalög.